Einstaklings-, para- og fjölskyldumeðferð
Hjá FAM einstaklings-, para- og fjölskyldumeðferð starfar Bjarney Rún Haraldsdóttir fjölskyldufræðingur. Bjarney vinnur út frá fjölskyldukerfiskenningum, tengslakenningum, Solihull aðferðinni, valdeflingu, samkenndar- og áfallamiðaðri nálgun.
“Fjölskyldumeðferð er árangursríkt meðferðarúrræði þar sem tekið er mið af fjölskyldunni sem heild og velferð hennar höfð að leiðarljósi. Fjölskyldufræðingar starfa innan heilbrigðis- og félagslega kerfisins, sem og í þriðja- og einkageiranum.
Fjölskyldufræðingar vinna með einstaklinga, pör eða fjölskylduna í heild sinni eða að hluta og koma m.a. að áföllum af ýmsum toga, áskorunum í barnauppeldi, pararáðgjöf, skilnaðarráðgjöf, sorgarferli og ef veikindi koma upp innan fjölskyldu. Fjölskyldufræðingar vinna út frá gagnreyndum aðferðum og til að mega starfa sem fjölskyldufræðingar þarf að ljúka viðurkenndu námi á meistarastigi.”
— Félag fjölskyldufræðinga
Hvað er fjölskyldumeðferð?
Þjónusta í boði
Einstaklingsviðtöl í stað- eða fjarþjónustu sem byggjast á því að auka lífsgæði einstaklinga.
Paraviðtöl í stað- eða fjarþjónustu sem byggjast á því að auka lífsgæði para/hjóna.
Fjölskylduviðtöl í stað- eða fjarþjónustu, með áherslu á heildarvelferð fjölskyldna.
NET (Narrative Exposure Therapy) áfallaúrvinnsla. Gagnreynd aðferð við úrvinnslu áfalla.
Óska eftir þjónustu
Hefurðu áhuga á að bóka viðtal? Hér getur þú fyllt út eftirfarandi upplýsingar og ég verð í sambandi við þig innan bráðar.