Um mig

Ég heiti Bjarney Rún Haraldsdóttir og starfa sem sjálfstætt starfandi fjölskyldufræðingur. Ég sinni einstaklingsmeðferð, parameðferð, fjölskyldumeðferð og áfallameðferð.

Ég vinn út frá fjölskyldukerfiskenningum, tengslakenningum, Solihull aðferðinni, valdeflingu, samkenndar- og áfallamiðaðri nálgun.

Sú ákvörðun að mennta mig í fjölskyldufræðum kom í kjölfar þess að hafa kynnst störfum annarra fjölskyldufræðinga. Aðferðir og nálgun fjölskyldumeðferðar veittu mér kærkomna heildarsýn og samhljóm við eigin lífsgildi, auk eldmóðs við að stuðla að velferð fjölskyldna. Fjölskyldan er grunneining samfélagsins og varðar okkur öll. Við bindumst fjölskyldumeðlimum tilfinningatengslum sem við verðum fyrir áhrifum af. Heilbrigð tengsl í fjölskyldum hafa mikið forvarnargildi og ástríða mín liggur í því að styðja við einstaklinga, pör og fjölskyldur á öllum lífsskeiðum í þeirra tilfinningatengslum, samskiptum og lífsvegferð.

Menntun

BA í sálfræði, MA 90 ECTS diplóma í fjölskyldumeðferð, réttindi til að veita NET (Narrative Exposure Therapy) áfallameðferð, ásamt PIT (Post Induction Therapy) meðferðarnálgun við afleiðingum tengslaáfalla í uppvexti og vanvirkra fjölskylduaðstæðna.

Starfsreynsla

Ég hef víðtæka reynslu af því að styðja við einstaklinga, aðstandendur og fjölskyldur í formi stuðnings- og meðferðarviðtala, fræðslu, fyrirlestra, hópastarfi og námskeiða.

Meðal annars hef ég starfað sem fjölskyldufræðingur í þverfaglegu Geðheilsuteymi Heilsugæslunnar, sem stjórnarformaður í Berginu headspace, verkefnastýra í Kvennaathvarfinu á Norðurlandi, teymsstjóri í Bjarmahlíð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, ráðgjafi í Aflinu fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra, aðstoðarleiðbeinandi í sjálfshjálparhópum Stígamóta, fyrir Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi Eystra við undirbúning og eftirvinnslu vinnustofunnar Börn í viðkvæmri stöðu, auk jógakennslu.

Námskeið og endurmenntun

    • Narraitve Exposure Therapy
      NET Institute

    • Solihull Approach grunnnámskeið
      Geðverndarfélag Íslands

    • Solihull Approach leiðbeinendanámskeið
      Geðverndarfélag Íslands

    • EFT: Attachment Science in Practice for Mental Health Practitioners
      Psychwire, Sue Johnson

    • MÁPM: Nám í meðvirkni og áfallameðferð Piu Mellody
      Fyrsta skrefið

    • The Wisdom of Trauma
      Dr. Gabor Maté

    • Healing Trauma and Addiction
      Dr. Gabor Maté

    • Compassionate Inquire Meets Internal Family Systems
      Dr. Gabor Maté og Dr. Richard C. Schwartz

    • The Neurobiology of Attachment
      National Institue for the Clinical Application of Behavioral Medicine

    • Healing Trauma
      Peter Levine PhD

    • Nonviolent Communication Online Training
      Marshall Rosenberg

    • The Strong Heart
      Rick Hanson PhD

    • Foundations of Well Being
      Rick Hanson PhD

    • Mindful Self-Compassion
      Kristin Neff Phd og Chris. Germer PhD

    • Mindfulness-Based Stress Reduction
      Dr. Jon Kabat-Zinn

    • Jógakennaranám
      Open Sky Yoga, Francois Raoult

    • Jóga nidra kennaranám
      Matsyendra Saraswati

    • Sat Nam Rasayan
      Turiya, Sven Butz

    • Mindfulness training
      Jack Kornfield PhD og Tara Brach PhD

    • ACC vottað markþjálfanám
      Profectus

    • Leiðbeinendanámskeið
      Stígamót